Upphaf Skólaárs 2023-2024

Skólaárið hefur byrjað vel hér í Hlíðarskóla.
Árleg gönguferð okkar var 24. ágúst. Yngstu nemendur gengu í gegnum Naustaborgir yfir í Kjarnaskóg í fylgd umsjónarkennara, uppeldisfulltrúa og fjölskylduráðgjafa. Aðrir nemendur og starfsfólk gengu saman sem leið lá frá bílastæðinu við Súlumýrar að Fálkafelli. Því næst að Gamla, og endaði allur hópurinn í Kjarnaskógi þar sem tekið var á móti öllum með grilluðum hamborgurum.


Fyrsta september fórum við í siglingu á Húna II. Þar fengum við fræðslu um sjávarlíf og veiddum þó nokkuð af fiskum. Mest var um að nemendur veiddu þorsk en þó komu aðrir fiskar á öngulinn einnig. Í lok ferðarinnar bauð áhöfnin á Húna II öllum upp á grillaðan fisk.


12. september var ákveðið að fara í Golf í íþróttatíma og fengum við að nota Klappir, æfingasvæði GA.
Föstudaginn 15. september unnu allir nemendur saman að sameiginlegu verkefni þar sem þeir leituðu að hlutum i náttúrunni sem byrjuðu á öllum stöfum íslenska stafrófssins. Nóg að gera og nóg framundan, þar sem þemadagar eru að byrja hjá okkur í vikunni.

Myndaalbúm:
Göngudagurinn – 24.08.23
Húni II – 01.09.23
Golfferð í íþróttum – 12.09.23
Dagur Íslenskrar Náttúru – 15.09.23