Dagur Tónlistarskólans, Útivistardagur og Þorgrímur Þráinsson.

Miðvikudaginn 7. febrúar var dagur tónlistarskólans og fengum við í Hlíðarskóla þá yndislegu upplifun að fá heimsókn frá tónlistarskóla Akureyrar, þar sem var bæði sungið fyrir okkur og spilað á fiðlur.
Fimmtudagurinn 8. febrúar var síðan útivistardagur Hlíðarskóla. Við vorum rosalega heppin með veðrið, pínu kalt en skínandi sól og skýlaust. Skruppum af og til inn til að fá okkur heitt kakó og grillaðar samlokur. Þeir sem ekki vildu fara uppí fjall voru í skólanum að meðan og fengu að elda sinn eiginn morgunmat og hádegismat 😉
Mánudaginn 12. febrúar, bolludag, fengum við í heimsókn Þorgrím Þráinsson, sem flutti fyrirlesturinn „Verum ástfangin af lífinu“ fyrir 8. – 10. bekk okkur til mikillar ánægju. Að sjálfsögðu fengum við bollur eftir hádegismat.

Myndaalbúm