Húnaferð 2024
Föstudaginn 6 september var okkur boðið í siglingu um borð í Húna II og fengum við frábært veður (sjá myndir hér). Einhverjir nemendur höfðu farið áður en allir voru ótrúlega spenntir og glaðir yfir þessari ferð. Öllum nemendum Hlíðarskóla er boðið í siglingu með Húna II á hausti hverju.
Með okkur um borð voru 9 starfsmenn Húna II ásamt Hreiðari Þór Valtýssyni sjávarlíffræðingi sem fræddi bæði starfsmenn og nemendur um allskonar lífverur sem lifa í sjónum í kringum Ísland. Einnig skar hann upp þorsk og fræddi nemendur um líffræði fisksins sem mörgum þótti skemmtilegt.
Siglt var áleiðis rétt út fyrir Arnarnesvík en stoppað var nokkrum sinnum á leiðinni þangað og til baka þar sem allir fengu að veiða en börnin veiddu heilmikið af fisk, bæði þorsk og ýsu. Áður en ferðinni lauk tóku starfsmenn Húna II og grilluðu aflann um borð fyrir okkur sem allir voru himinsælir með. Einnig höfðum við tíma til að sigla nálægt heita fossinum sem er Svalbarðsstrandarmegin í firðinum en hann þykir mjög fallegur.
Ferðin tókst ótrúlega vel og viljum við þakka Húna II fyrir hlýlegar og góðar móttökur