Skólahaldi aflýst í Hlíðarskóla 6. febrúar

Gefin hefur verið út rauð veðurviðvörun og tekur hún gildi á Akureyri kl. 10 á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, og stendur til um kl. 16. Verst verður veðrið á Tröllaskaga en áhrifa mun gæta hjá okkur á Akureyri.
Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur sú ákvörðun verið tekin að skólahald í Hlíðarskóla falli niður fimmtudaginn 6.febrúar. Þessi ákvörðun er fyrst og fremst tekin með öryggi nemenda og starfsfólks í huga.
Búast má við miklum vindstyrk þar sem hviður gætu farið yfir 50 m/s. Sérstaklega er bent á að veðurspáin gerir ráð fyrir mjög erfiðum aðstæðum utan þéttbýlis, þó veður kunni að vera skaplegt innan bæjarmarka á einhverjum tímapunkti. Skólaakstur er sérstaklega viðkvæmur þáttur við þessar aðstæður og vegur þyngst í ákvörðuninni um að fella niður skólahald.