Þemadagar
Dagana 16 og 17 október vorum við með þemadaga (sjá myndir hér) þar sem nemendur fengu að kynnast ákveðnum þjóðsögum og vinna svo ýmisleg fjölbreytt verkefni uppúr þeim. Þær sögur sem notast var við voru Bóndinn að Reynistað og huldumaðurinn, Þorgeirsboli, Lagafljótsormurinn, Grettissaga, Bakkabræður og djákninn á Myrká.
Lagafljótsormurinn var búin til úr pizzadeigi, Þorgeirsboli var teiknaður, Bóndinn að Reynistað og huldumaðurinn voru gerðir með storyboard (teiknimyndaforrit), Grettissaga var gerð með stop-motion aðferð, Bakkabræður voru gerðir bæði með leikrænni tjáningu og teiknaðir en nýtt var tækifærið með djáknann á Myrká og farið í vettvangsferð þangað þar sem nemendur fengu að skoða staðinn, sáluhliðið og klukkurnar sem standa þarna enn.