Árshátíð! (og 1. maí hlaup)

Föstudaginn 28. apríl hélt skólinn uppá árshátíð sína. Til að fagna deginum voru nemendur búnir að æfa leikritið Kardemommu­bærinn og fluttu það fyrir gesti eftir hádegi á föstudaginn. Einnig voru sýndir „scetchar“ og staffagrín. Viðbrögð allra voru yndisleg, enda mikið til að hafa gaman af. Deginum lauk svo með veitingum og kveðjum. Hér fyrir neðan er myndaalbúm af deginum. Einnig má nefna að 55% nemenda mættu og tóku þátt í fyrsta maí hlaupinu og var okkar skóli hlutfallslega með bestu mætingu allra skóla sem tóku þátt. Við erum ekkert smá stolt af okkar nemendum og þökkum fyrir stuðninginn, bæði í kringum árshátíðina og 1. maí hlaupið.

Mikill Mars

Margt búið að gera í gangi hjá okkur í mars mánuði. Ljósmyndakeppni, ljóðasmiðja, kökugerð, gluggamálun og margt annað skemmtilegt. Hér fyrir neðan má sjá myndaalbúm frá þessum viðburðum okkar.

Ljósmyndakeppni:
Hlíðarskóli hélt ljósmyndakeppni þar sem nemendur fengu málshætti og áttu að túlka þá í myndaformi. Veittar voru medalíur fyrir bestu myndina, bestu túlkun og bestu seríuna. Myndaalbúm til vinstri sýnir málshætti og túlkun hópa og myndaalbúm til hægri sýnir myndir af verðlaunaafhendingu. Allir hópar fengu sleikjó í þáttökuverðlaun.

Gluggamálun í Eymundsson – Andrésar Andar leikarnir:
Síðustu vikur voru nemendur að vinna að því að undirbúa listaverk fyrir gluggamálun. Fimmtudaginn 30. mars fór síðan hópur nemenda ásamt Ólafi myndlistakennara í Pennan til að mála valin listaverk nemenda á gluggana.

Nemendur unnu að ljóðasmíði í mánuðinum, þar sem þau völdu sér dægurlag, prentuðu út textann og klipptu út orðin. Síðan áttu þau að semja sitt eigið ljóð úr þeim orðum sem þau klipptu út. Nemendur bökuðu skúffukökur í vali á fimmtudeginum 30. mars og voru nokkur ljóð valin af handahófi til að skreyta kökurnar.

Auðvitað var margt annað gert í mánuðinum sem ekki tókst að ná á mynd. Ljóðaföndirð sjálft, valtímar í skák var mjög vinsælt, sundleikfimi og sundleikir ásamt mörgu öðru sniðugu í öllum tímum skólans. Að lokum sendum við, Starfsfólk Hlíðarskóla, kærar páskakveðjur til allra.

Sprengjum bollur og allt í ösku…

Þessa vikuna fagna börn landsins bolludegi, sprengidegi og öskudegi. Hér í Hlíðarskóla héldum við uppá bolludaginn með fiskibollur í aðalrétt og rjómabollur í eftirrétt. Þar sem starfsdagur er á öskudegi, héldum við uppá öskudaginn og sprengidag saman. Fyrir hádegi fengu börnin að ganga á milli stöðva og syngja, og fengu nammi að launum. Í hádeginu var svo náttúrulega saltkjöt í baunsúpu. Hér fyrir neðan má sjá myndir af því sem gekk um ganga skólans fyrir hádegi (og ein bollumynd).

Lífshlaupið

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni íþrótta- og Ólympíusambands íslands sem höfðar til allra aldurhópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.

Tekið af síðu Líflshlaupsins.

Starfsmenn Hlíðarskóla tóku vissulega þátt í lífshlaupinu og hélt Hlíðarskóli sína eigin Lífshlaupskeppni fyrir nemendur, þar sem veitt var verðlaun fyrir þrjú efstu nemendasætin og sér verðlaun fyrir þá stofu sem náði hæðst. Hér fyrir neðan má sjá myndir af verðlaunahöfum.

Styrkur Norðurorku til samfélagsverkefna 2023

Hlíðarskóli fékk úthlutað styrk frá Norðurorku 26. janúar sl. og erum við afskaplega þakklát.

Alls bárust 125 umsóknir og var Hlíðarskóli einn af 58 verkefnum sem fengu styrk.

Hlíðarskóli er eini sérskóli Akureyrarbæjar og leggjum við  mikla áherslu á að nemendur okkar fá kennslu sem byggir á fjölbreytni og tekur tillit til mismunandi þarfa nemenda okkar.
Við munum því nota styrkinn til kaupa á búnaði til kennslu og sköpunar sem fylgir ekki hefðbundnu skólastarfi

Meðfylgjandi er frétt um styrkafhendinguna

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2023 | Norðurorka

Signý Valdimarsdóttir tekur hér við styrknum fyrir hönd Hlíðarskóla. Eyþór Björnsson, forstjóri hjá Norðurokru, afhendir.

Jólagluggamálun

í síðustu viku fóru nemendur úr Hlíðarskóla tvær ferðir, á mánudegi og fimmtudegi, í Pennann Eymundsson til að mála glugga þar. Síðustu 14-15 ár hefur Hlíðarskóli verið í samstarfi við Pennan Eymundsson að skreyta glugga þar fyrir jólin og hefur Ólafur Sveinsson, mynd- og handmenntakennari Hlíðarskóla, staðið fyrir og stýrt verkefninu. Í ár urðu íslensku jólasveinarnir fyrir valinu og fengu Gríla og Leppalúði að fylgja með, ásamt jólakettinum. Við gerð þeirra var horft til ýmissa fyrri túlkana á þeim félögum, svo sem MS jólasveina og annara. Allar myndirnar eru gerðar fríhendis útí skóla á maskínupappír. Myndirnar voru svo límdar utan á gluggana og málaðar/litaðar með Posca-pennum á gluggana, teknar í gegn á glerið.

Þeir Nemendur sem unni verkið eru:

  • Axel Dusan Þorgeirsson                                 
  • Aron Máni Björnsson                                  
  • Ágúst Hrafn Árnason                                    
  • Egill Ingimar Þórarinsson                      
  • Héðinn Dagur Bjarnason                           
  • Logi Már Ragnarsson
  • Sigurður Elí Ólafsson

Aðrir höfundar mynda:

  • Auðunn Frans Auðunsson
  • Hartmann Logi Stefaníuson
  • Þórhallur Darri Sigurjónsson
  • Matthías Óli Hinriksson

Við vonum að sem flestir fari og sjái skreytingarnar í Pennanum.

Að lokum læt ég fylgja kveðju af því plaggi sem fylgir með myndunum.

Takk fyrir okkur. Megið þið njóta skammdegisins og hátíðana er þær upp renna.

Ólafur Sveinsson
1 2