Styrkur Norðurorku til samfélagsverkefna 2023

Hlíðarskóli fékk úthlutað styrk frá Norðurorku 26. janúar sl. og erum við afskaplega þakklát.

Alls bárust 125 umsóknir og var Hlíðarskóli einn af 58 verkefnum sem fengu styrk.

Hlíðarskóli er eini sérskóli Akureyrarbæjar og leggjum við  mikla áherslu á að nemendur okkar fá kennslu sem byggir á fjölbreytni og tekur tillit til mismunandi þarfa nemenda okkar.
Við munum því nota styrkinn til kaupa á búnaði til kennslu og sköpunar sem fylgir ekki hefðbundnu skólastarfi

Meðfylgjandi er frétt um styrkafhendinguna

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2023 | Norðurorka

Signý Valdimarsdóttir tekur hér við styrknum fyrir hönd Hlíðarskóla. Eyþór Björnsson, forstjóri hjá Norðurokru, afhendir.

Jólagluggamálun

í síðustu viku fóru nemendur úr Hlíðarskóla tvær ferðir, á mánudegi og fimmtudegi, í Pennann Eymundsson til að mála glugga þar. Síðustu 14-15 ár hefur Hlíðarskóli verið í samstarfi við Pennan Eymundsson að skreyta glugga þar fyrir jólin og hefur Ólafur Sveinsson, mynd- og handmenntakennari Hlíðarskóla, staðið fyrir og stýrt verkefninu. Í ár urðu íslensku jólasveinarnir fyrir valinu og fengu Gríla og Leppalúði að fylgja með, ásamt jólakettinum. Við gerð þeirra var horft til ýmissa fyrri túlkana á þeim félögum, svo sem MS jólasveina og annara. Allar myndirnar eru gerðar fríhendis útí skóla á maskínupappír. Myndirnar voru svo límdar utan á gluggana og málaðar/litaðar með Posca-pennum á gluggana, teknar í gegn á glerið.

Þeir Nemendur sem unni verkið eru:

  • Axel Dusan Þorgeirsson                                 
  • Aron Máni Björnsson                                  
  • Ágúst Hrafn Árnason                                    
  • Egill Ingimar Þórarinsson                      
  • Héðinn Dagur Bjarnason                           
  • Logi Már Ragnarsson
  • Sigurður Elí Ólafsson

Aðrir höfundar mynda:

  • Auðunn Frans Auðunsson
  • Hartmann Logi Stefaníuson
  • Þórhallur Darri Sigurjónsson
  • Matthías Óli Hinriksson

Við vonum að sem flestir fari og sjái skreytingarnar í Pennanum.

Að lokum læt ég fylgja kveðju af því plaggi sem fylgir með myndunum.

Takk fyrir okkur. Megið þið njóta skammdegisins og hátíðana er þær upp renna.

Ólafur Sveinsson
1 2