Veðurspáin 15.nóvember

This image has an empty alt attribute; its file name is vedur-is-Vidvaranir-Vedurstofa-Islands-11-14-2024_04_40_PM.png

Á morgun er spáð norðanhvelli vegna norðvestan hvassviðris eða storms með snjókomu og lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður verður eftir klukkan 14.00 samkvæmt Veðurstofunni eins og spár standa nú, seinnipart 14.nóv. Skóla lýkur hjá okkur klukkan 12.00 og er Skólahald áætlað á morgun.

Almennt þegar vond vetrarveður ganga yfir verða foreldrar ávallt að meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann ef ekki hefur komið tilkynning frá lögreglu um að skólahald skuli falla niður. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar þarf að tilkynna það í síma 414-7980 eða með tölvupósti á netfangið: erlam@akmennt.is.

Ef veður eða færð er með þeim hætti að morgni að lögregla mælir með því að skólahald verði fellt niður, fellur niður allt formlegt skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. Í slíkum tilvikum kemur tilkynning í útvarpi RÚV og Bylgjunnar. Gert er ráð fyrir að fyrsta tilkynning sé birt kl.7.00 að morgni. Einnig kemur tilkynning hér á heimasíðu skólans auk þess sem umsjónarkennarar senda tölvupóst til foreldra og sett verður tilkynning á ClassDojo.

Sólin farin að gleðja okkur.

Heil og sæl foreldrar og forráðamenn nemenda Hlíðarskóla.

Ég þakka ykkur kærlega fyrir mætinguna á foreldrafundinn í síðustu viku og hvet ykkur til að láta mig vita ef ykkur dettur eitthvað í huga sem fræðsluefni fyrir hópinn.

Svo hvet ég ykkur til að njóta þess að sólin er farin að sýna sig og það er óhætt að segja að hún hafi verið falleg í Skjaldarvíkinni í dag.

Bestukveðjur

Bryndís