Fyrstu vikurnar í skólastarfinu – fjölbreytt og gefandi nám
Fyrstu vikur skólaársins 2025-2026 hafa einkennst af fjölbreyttri starfsemi þar sem nemendur og starfsfólk hafa nýtt gott veður og tækifæri til að læra utan veggja skólastofunnar. Skólasetningin fór fram 22.ágúst og í kjölfarið hefur farið fram spennandi útinám sem á að hjálpa okkur að mynda tengsl, þjálfa okkur í félagsfærni og samvinnu.
Útikennsla og náttúruupplifun
Nemendur hafa farið í fjölbreyttar náttúruferðir þar sem þeir hafa fengið að upplifa íslenska náttúru í allri sinni fegurð. Ferðir í fjöruna í Skjaldarvík hafa veitt tækifæri til að rannsaka lífríki fjörunnar og síðan var farið í sjóferð með Húna II þar sem við fræddumst um lífríkið í sjónum, fengum að veiða og síðan var aflinn grillaður. Við vorum með göngudag þar sem við gengum frá mjólkursamsölunni og yfir í Kjarnaskóg þar sem við fórum í leiki og enduðum á grillveislu.
Vettvangsferðir og hagnýt nám
Meðal spennandi verkefna hefur verið ferð þar sem nemendur fengu að taka þátt í hagnýtri starfsemi við vötn og læki. Veiddu krakkarnir síli í háfa og settu í ílát. Slík verkefni kenna nemendum mikilvægi umhvernisvitundar og gefa þeim tækifæri til að sjá hvernig náttúrufræði tengist daglegu lífi.
Skólaárið fer vel af stað
Fyrstu vikurnar sýna vel hvað skólinn leggur áherslu á – að nám á sér stað víða, ekki bara í kennslustofum, og að mikilvægt er að efla samkennd og upplifa náttúru landsins. Byrjunin á skólaárinu fer heilt yfir vel á stað þó svo að það séu nóg af áskorunum til að takast á við. Við höldum ótrauð áfram og munum flytja ykkur frekari fréttir af skólastarfinu þegar fram líða stundir.





