Category: Óflokkað
Nýtt símanúmer

Heil og sæl.
Hlíðarskóli er kominn með nýtt símkerfi og nýtt símanúmer. Nýja númerið okkar er 4147980 og verður gamla númerið flutt yfir á það allavega til að byrja með. María er komin með beint númer inn til sín sem er 4147981 og Bryndís með 4147989.
Gönguferð í Skjaldarvík
Yngri deildirnar fóru í gönguferð í góða veðrinu í dag og vakti það mikla lukku.

Heimsókn í Jólahúsið
Í gær fórum við með eldri deildina í Jólahúsið. Við vorum mættir snemma og fengum því húsið út af fyrir okkur. Strákarnir nutu sín vel á þessum fallega stað og fóru svo heim í jólaskapi.

Litlu jól Hlíðarskóla
Litlu jólin okkar verða föstudaginn 21.desember.
Rútan fer hringinn um bæinn klukkutíma seinna en venjulega og hefjast litlu jólin kl.9:15 og lýkur kl.12:00.
Skóli hefst að loknu jólaleyfi mánudaginn 7.janúar samkvæmt stundaskrá.
Samnorrænt verkefni
Nemendur Hlíðarskóla og Glerárskóla eru þessa dagana að vinna i samnorræna verkefninu “ Norden for alle“ þar sem unnið er með ýmis umhverfismál eins og t.d. endurvinnslu, loftlagsmál og græna orku. Allir stóðu sig afar vel og verður spennandi að fylgjast með þessu verkefni sem lýkur í janúar 2019 með 3ja daga margmiðlunarfundun milli allra Norðurlandanna.

Nemendur á elsta stigi kynna sé starfsemi Gámaþjónustunnar.
Varðeldur í nýja eldstæðinu fyrir framan skólann

Ljóðaverkefni
Í tilefni að Degi íslenskrar tungu unnum við ljóðaverkefni tengt Dalvísu Jónasar Hallgrímssonar. Afraksturinn má sjá hér
Skólasetning 2018
Ágætu foreldrar og forráðamenn nemenda Hlíðarskóla.
Þá er komið að byrjun nýs skólaárs en það hefst formlega með skólasetningu þriðjudaginn 21.08.2018 kl. 13.00
Allir nemendur koma á sama tíma og mun skólastjóri hafa nokkur orð í byrjun en síðan fara nemendur með sínum umsjónarkennara í stofurnar þar sem farið verður m.a. í stundartöflur og rútuhringinn og tímasetningar tengdar honum.
Skóli hefst svo samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 22.08.2018.
Viðurkenning fræðsluráðs Akureyrarbæjar
Í dag boðaði fræðsluráð Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar var veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta var í níunda sinn sem fræðslusvið stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.

Það er gaman að segja frá því að Ásbjörn Garðar nemandi í 5.bekk hlaut viðurkenningu fyrir einstaka samviskusemi í námi og framfarir í félagsfærni.
Innilega til hamingju með viðurkenninguna Ásbjörn.


