Hrekkjavaka í Hlíðarskóla 29.10.2021

Á morgun verður hrekkjavaka hjá okkur í Hlíðarskóla.

Nemendur sem treysta sér til verður boðið að fara í gegnum draugahús sem búið er að útbúa upp í skyldi.

Annað sem verður gert er að horfa á mynd, nemendur fá popp með myndinni og síðan munum við spila Bingo. Vegna hrekkjavökunnar að þá verður ekki sund á morgun heldur fer öll dagskráin fram hér í Hlíðarskóla.

Allir nemendur mega koma í búning á morgun og væri gaman að sjá sem flesta koma í búning.

Hlökkum til að eiga frábæran dag með nemendum okkar á morgun.

Göngudagurinn 24.08.2021

Á morgun verður hin árlegi göngudagur sem endar með grillveislu í Kjarnaskógi.

Það spáir mjög góðu veðri og því væri sniðugt að nemendur myndu taka með sér vatnsbrúsa að heiman til að hafa eitthvað að drekka á leiðinni.

Einnig er mikilvægt er að nemendur komi í þægilegum fötum og góðum gönguskóm.

Kv. Valdimar Heiðar Valsson

Skólastjóri Hlíðarskóla.

Fréttir frá Hlíðarskóla.


Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu þá munu markmiðs og foreldrafundir fara rafrænt fram í gegnum Teams. Í dag voru fyrstu rafrænu markmiðsfundirnir og gengu þeir mjög vel. Foreldrar fá fundarboð frá Maríu fjölskylduráðgjafa með tölvupósti. Til þess að þetta gangi þarf að hlaða niður Teams „appi“ í síma eða í tölvu ?
Búið er að ráða starfsmann í staðinn fyrir Gunnar Smára, en hann heitir Anton Björn Christensen og byrjaði hann í morgun, við bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn.
Eins og komið hefur fram áður er starfsdagur í Hlíðarskóla 21.10. og haustfrí 23.10 -24.10. Nemendur koma aftur í skólann mánudaginn 26.10.
María Hensley

Skólasetning 2020

Skôlasetning skólaársins 2020-2021 verður mánudaginn 24. ágúst í sal Víkurhússins. Hver hópur kemur sér, fyrsti kl. 9, næsti kl. 10, þriðji kl. 11 og fjórði hópurinn kemur kl. 13. Nánari upplýsingar eru í tölvupóstinum sem sendur var í síðustu viku.

1 2 3 4 5 7