Kaldur en virkur mánudagsmorgunn.
Í dag byrjaði yngri deild í útifrímínútum í -9°c. Var því kjörið tækifæri að grípa skóflur og sand til að hreyfa sig og kveikt var smá eldur til að ylja sig við. Myndaalbúm.


Þar sem við tökum flugið
Í dag byrjaði yngri deild í útifrímínútum í -9°c. Var því kjörið tækifæri að grípa skóflur og sand til að hreyfa sig og kveikt var smá eldur til að ylja sig við. Myndaalbúm.





Fimmtudaginn 30. nóvember var jólaundirbúningsdagur hjá okkur. Nemendur og starfsmenn tóku upp jólaskraut og skreyttu stofur og ganga fram að hádegi. Eftir morgunmat hoppuðum við út til að grilla okkur nokkra sykurpúða. Eftir hádegi komu foreldrar í heimsókn og fóru ásamt nemendum um stöðvar til að búa til jólaskraut. Myndaalbúm.

Fimmtudaginn 23. nóvember var haldið nemendaþyng, þar sem nemendur fengu tækifæri til að ræða saman hvernig þau myndu vilja bæta skólann og námið sitt og var ýmislegt rætt. Einnig var grillað kanilbrauð yfir eldi í góðum félagsskap.
Myndaalbúm.



Nú er að klárast hjá okkur ansi efnismikil vika. Á þriðjudaginn vorum við með hamborgara í matinn, sem nemendur völdu sér í vikunni á undan, en þá var kosið á milli nokkurra rétta eins og kjúkliarétts, plokkfisk, hálfmána með beikonosti o.fl. Á miðvikudaginn fengum við svo körfuboltakörfurnar sem við erum lengi búin að bíða eftir.
Fimmtudagurinn var dagur íslenskrar tungu og brutum við upp hefðbundið skólahald í nokkrar stöðvar sem nemendur gátu flakkað um á milli. Þá var hægt að velja teiknimyndasögugerð, ljóðasmíði, hlaðvarpsáheyrn, kappsmál orðaleiki og lestrarkrók. Eftir þessar stöðvar voru valtímar og endaði dagurinn hjá okkur kl 12.
Í dag, föstudag, byrjaði dagurinn á Skólaráðsfundi, þar sem farið var yfir fjárhagsskýrslu síðasta árs og skýrslu gæðaráðs, innra mat og umbótaráætlun. Mæting á fundinn var nokkuð góð, 8 nemendur ásamt starfsfólki í Skólaráði. Það helsta var að skólinn var rekinn á fjárhagsáætlun ásamt því að miklar umbætur náðust í innra mati.
Næsta vika verður líka áhugaverð hjá okkur en á mánudaginn er dagur mannréttinda barna og svo á fimmtudaginn höldum við nemendaþing.

Gunni og Felix komu í heimsókn til okkar 17. október. Felix talaði við okkur um hvað við værum í raun eins stór fjölskylda, öll sömul, á meðan Gunni fræddi okkur um hvernig við ættum að skrifa sögur. Saman fluttu þeir fyrir okkur 3 lög ásamt dönsum og nutum við öll heimsókn þeirra.
Myndaalbúm

Miðvikudaginn 20. og fimmtudaginn 21. september voru þemadagar hjá okkur í Hlíðarskóla. Viðfangsefnið í ár var Afríka og voru nokkur lönd kynnt af fjórum hópum.
Hver hópur gerði kynningu um sitt eða sín lönd, sem fjölluðu um menningu, mat, nauðsynjar og aðra skemmtilega punkta, ásamt kahoot spurningakeppni.
Einnig unnu hóparnir listaverk með sínum kynningum, eins og píramída, landakort eða fána. Að lokum var hver hópur með mat frá sínum löndum sem bragðaðist yndislega.

Kæru foreldrar / forráðamenn leik- og grunnskólanemenda á Akureyri
Eins og mörgum er kunnugt, þá stendur yfir innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru kölluð farsældarlögin. Nú er kominn nýr og aðgengilegur vefur sem kallast Farsæld barna og þar má finna nánari upplýsingar um hvað löggjöfin felur í sér og hvert hlutverk tengiliða er. Einnig má sjá aðgengilegt myndband sem lýsir í stuttu máli því sem lögin innibera.
Samkvæmt lögunum eiga börn og foreldrar að hafa greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi.
Börn og foreldrar þeirra hafa aðgang að tengilið í skóla. Á heimasíðu skólans, Farsæld barna – Hlíðarskóli Akureyri (hlidarskoli.is) má sjá hver hefur hlutverk sem tengiliður í Hlíðarskóla. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Í flóknari málum hafa börn og foreldrar aðgang að málstjóra hjá velferðarsviði Akureyrarbæjar eða þar sem þarfir barns liggja hverju sinni. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar eða sent beiðni í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar.
Með góðri farsældarkveðju,
Helga Vilhjálmsdóttir, innleiðingarstjóri farsældarlaga á fræðslu- og lýðheilsusviði
Kristín Jóhannesdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
Valdimar Heiðar Valsson, skólastjóri Hlíðarskóla




Skólaárið hefur byrjað vel hér í Hlíðarskóla.
Árleg gönguferð okkar var 24. ágúst. Yngstu nemendur gengu í gegnum Naustaborgir yfir í Kjarnaskóg í fylgd umsjónarkennara, uppeldisfulltrúa og fjölskylduráðgjafa. Aðrir nemendur og starfsfólk gengu saman sem leið lá frá bílastæðinu við Súlumýrar að Fálkafelli. Því næst að Gamla, og endaði allur hópurinn í Kjarnaskógi þar sem tekið var á móti öllum með grilluðum hamborgurum.
Fyrsta september fórum við í siglingu á Húna II. Þar fengum við fræðslu um sjávarlíf og veiddum þó nokkuð af fiskum. Mest var um að nemendur veiddu þorsk en þó komu aðrir fiskar á öngulinn einnig. Í lok ferðarinnar bauð áhöfnin á Húna II öllum upp á grillaðan fisk.
12. september var ákveðið að fara í Golf í íþróttatíma og fengum við að nota Klappir, æfingasvæði GA.
Föstudaginn 15. september unnu allir nemendur saman að sameiginlegu verkefni þar sem þeir leituðu að hlutum i náttúrunni sem byrjuðu á öllum stöfum íslenska stafrófssins. Nóg að gera og nóg framundan, þar sem þemadagar eru að byrja hjá okkur í vikunni.
Myndaalbúm:
Göngudagurinn – 24.08.23
Húni II – 01.09.23
Golfferð í íþróttum – 12.09.23
Dagur Íslenskrar Náttúru – 15.09.23
Skólasetning Hlíðarskóla fer fram þriðjudaginn 22.ágúst klukkan 10:00. Engin skólarúta er þann daginn og koma því nemendur með aðstandendum sínum.
Þann 11.maí fór fram nemendaþing hér í Hlíðarskóla. Nemendum var skipt í 4 hópa þvert á aldur og var hverjum hóp skipaður borðstjóri sem var kennari. Borðstjórinn bar upp umræðuefnið og sá til þess að allir fengu jöfn tækifæri til þess að tjá þig. Borðstjóri sá einnig um að skrifa niður allt sem kom fram hjá hópunum. Tilgangurinn með nemendaþinginu var að gefa nemendum vettvang til að láta ljós skoðanir sýnar á hin ýmsu málefni tengdu skólastarfi Hlíðarskóla. Gögnunum verður síðan safnað saman, þau yfirfarin og notuð til að bæta skólastarf Hlíðarskóla. Við viljum þakka nemendum fyrir frábæra vinnu á nemendaþinginu og hlökkum til að hefjast handa að vinna úr þeim punktum sem komu fram til að efla og bæta skólastarfið.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af hópunum.



