Viðurkenning fræðsluráðs Akureyrarbæjar

Í dag boðaði fræðsluráð Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar var veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta var í níunda sinn sem fræðslusvið stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.

Það er gaman að segja frá því að Ásbjörn Garðar nemandi í 5.bekk hlaut viðurkenningu fyrir einstaka samviskusemi í námi og framfarir í félagsfærni.

Innilega til hamingju með viðurkenninguna Ásbjörn.

 

Skólaferðalag eldri deildar

Miðvikudaginn 6.júni fór eldri deild Hlíðarskóla í árlegt skólaferðalag sitt. Byrjað var á morgunmat utandyra í veðurblíðunni í Héðinsfirði, síðan Síldarminjasafnið heimsótt. Að því loknu var farið á Bakkaflöt grillað og síðan farið í flúðasiglingu. Róið niður Vestari kvísl Jökulsár, stokkið niður af 4.metra háum kletti ofan í beljandi jökulsánna og róin lífróður niður í Héraðsvötn og endað á meiri grill mat. Og allir komust þeir aftur með ánægju út að eyrum og vel lúnir, eftir langan og viðburðaríkan dag. Sjá fleiri myndir hér

1 5 6 7