Starfsdagur 23.11.2021
Á morgun er starfsdagur hjá starfsfólki Hlíðarskóla og því engin kennsla.
Skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24.11.2021.
Þar sem við tökum flugið
Á morgun er starfsdagur hjá starfsfólki Hlíðarskóla og því engin kennsla.
Skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24.11.2021.
Í dag var brotið blað í sögu Hlíðarskóla en þá fór fram fyrsti fundur skólaráðs Hlíðarskóla.
Hér fyrir neðan má sjá fundargerð.
Skólaráðsfundur Hlíðarskóla.
Mánudagur 22.11.2021 klukkan 12:40
Mættir: Valdimar (skólastjóri), Bibbi (fulltrúi kennara), Anton (fulltrúi annars starfsfólks), Lúkas (fulltrúi nemenda), Alla (fulltrúi nærumhverfis), Sigríður (fulltrúi foreldra)
Dagskrá
1. Farið yfir hlutverk skólaráðs, verkefni og fleira
Valdimar fór yfir hlutverk ráðsins. Það eiga að sitja 9 í ráðinu og þar af 2 foreldrar og 2 kennarar 1 annað starfsfólk, 2 nemendur, 1 fulltrúi í grennd og skólastjóri. Vegna smæðar skólans er horft í gegnum fingur sér með 2 fulltrúa og látið nægja að 1 fulltrúi hvers aðila sé í ráðinu.
Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins, það skal, auk skólastjóra, skipað fulltrúum foreldra, nemenda, kennara, annarra starfsmanna og fulltrúa grenndarsamfélags sem í okkar tilfelli er velunnari skólans og fyrrum starfsmaður.
Skólaráð fundar einu sinni á önn að minnsta kosti, eða þegar þörf er á. Hlutverk þess skv. lögum er að taka þátt í stefnumörkun fyrir skólann, að ræða og veita álit á málum eins og skólanámskrá, starfsáætlun, hvers kyns breytingum á skólahaldi, aðbúnaði og velferð nemenda, húsnæðis- og öryggismálum o.s.frv. Þá fjallar ráðið einnig um erindi frá ýmsum aðilum (t.d. skólanefnd, foreldrum, nemendaráði o.s.frv.) og veitir umsagnir ef þess er óskað. Skólaráð er því mikilvægur þáttur í því að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri og tryggja samráð við þá sem koma að málefnum skólans áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar.
Nánari upplýsingar um skólaráð má finna hér.
http://www.heimiliogskoli.is/wp-content/uploads/2017/06/Handb%C3%B3k-um-sk%C3%B3lar%C3%A1%C3%B0.pdf
http://www.naustaskoli.is/static/files/fundargerdir_skolarad/baeklingur_skolarad_ub_.pdf
2. Rekstraráætlun fyrir næsta skólaár. Rekstraráætlun ekki tilbúin og verður kynnt síðar.
3. Breyting á skóladagatali. Stefnum á að færa litlu jól Hlíðarskóla frá 20. des til 17. des
Búið að nefna við foreldra og senda póst og óska eftir athugasemdum en engar hafa borist.
Breytingin borin undir skólaráð og samþykkt einróma.
4. Erindi frá nemendum í stofu 2 og stofu 4
Nemendur voru beðnir um að koma með sínar tillögur til úrbóta í skólanum. Margar tillögur komu fram og voru ræddar á fundinum.
Ýmislegt af því sem var stungið upp á kallar á að endurskipuleggja stofur og húsnæði. Ákveðið að taka fyrir á fundi á starfsdegi sem er á morgun 23.11.2021 og skoða útfærslumöguleika.
5. Endurbætur á skólalóð
Endurbætur á skólalóð ganga hægt. Loforð um úrbætur eru ekki uppfyllt en það þarf að halda áfram að ýta á þá sem eiga að sjá um framkvæmdir. Yfirbygging á porti í Skjaldarhúsi er á bið eftir Covid. Áhersla lögð á endurbætur á skólalóðinni.
6. Önnur mál.
Næsti fundur mánudaginn 14. mars klukkan 12:40.
Þá er enn ein vikan að renna sitt skeið.
Á mánudaginn 8.nóvember var uppbrotsdagur hjá okkur þar sem unnið var með einelti á margskonar þátt. Dagurinn gekk vel og unnu nemendur vel og á fjölbreyttan þátt.
Við höfum stofnað Tiktok aðgang fyrir skólann og heitir hann Hlíðarskóli Akureyri. Við ætlum að reyna að vera dugleg að setja inn efni þarna og nú þegar er komið frá „degi eineltis“ sem var s.l. mánudag.
Í næstu viku nánar þriðjudaginn 16.nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þá verður unnið með tungumálið okkar og verður gaman að sýna ykkur afraksturinn af þeirri vinnu. Einnig munum við vinna með barnasóttmálann í lok vikunnar.
Góða helgi.
Þá er enn ein vikan að hefjast hérna hjá okkur í Hlíðarskóla eftir vel heppnaðan hrekkjavökudag föstudaginn seinasta.
Draugahúsið var einstaklega vel heppnað og höfðu krakkarnir gaman af. Við spiluðum líka bingo og var spennan oft mikil þegar margir áttu bara nokkrar tölur eftir. Við enduðum síðan daginn á að horfa á hrekkjavökumynd og poppuðum fyrir nemendur.
Þessi vika verður með hefðbundnu sniði en mánudaginn 8.nóvember að þá er baráttudagur gegn einelti og mun dagurinn hjá okkur að mestu snúast um það.
Við munum fjalla um einelti á margskonar hátt og frá mörgum hliðum. Hlökkum við mikið til þeirrar vinnu enda mjög mikilvægt málefni að vinna með.
Núna á næstu dögum mun ég senda á alla foreldra og óska eftir aðila í skólaráð. Þetta verður ekki mikil kvöð á foreldra en reiknað er með að funda einu sinni á önn en oftar ef þörf er á.
Með von um frábæra viku.
kv. Valdimar
Skólastjóri Hlíðarskóla.
Á morgun verður hrekkjavaka hjá okkur í Hlíðarskóla.
Nemendur sem treysta sér til verður boðið að fara í gegnum draugahús sem búið er að útbúa upp í skyldi.
Annað sem verður gert er að horfa á mynd, nemendur fá popp með myndinni og síðan munum við spila Bingo. Vegna hrekkjavökunnar að þá verður ekki sund á morgun heldur fer öll dagskráin fram hér í Hlíðarskóla.
Allir nemendur mega koma í búning á morgun og væri gaman að sjá sem flesta koma í búning.
Hlökkum til að eiga frábæran dag með nemendum okkar á morgun.
Á morgun verður hin árlegi göngudagur sem endar með grillveislu í Kjarnaskógi.
Það spáir mjög góðu veðri og því væri sniðugt að nemendur myndu taka með sér vatnsbrúsa að heiman til að hafa eitthvað að drekka á leiðinni.
Einnig er mikilvægt er að nemendur komi í þægilegum fötum og góðum gönguskóm.
Kv. Valdimar Heiðar Valsson
Skólastjóri Hlíðarskóla.
Hlíðarskóli verður settur mánudaginn 23. ágúst, nánari upplýsingar um tímasetningar og fyrirkomulag koma á næstu dögum.
Gleðilegt sumar kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn nemenda ☀️
Skólastarf hefst aftur í Hlíðarskóla skv. stundaskrá þriðjudaginn 06. apríl – sjá frekari upplýsingar í Mentorpósti.
Gleðilega páska ?
Vegna hertra sóttvarnar reglna er öllum grunnskólum lokað frá miðnætti til 1 apríl.