Framundan

Þá er enn ein vikan að hefjast hérna hjá okkur í Hlíðarskóla eftir vel heppnaðan hrekkjavökudag föstudaginn seinasta.

Draugahúsið var einstaklega vel heppnað og höfðu krakkarnir gaman af. Við spiluðum líka bingo og var spennan oft mikil þegar margir áttu bara nokkrar tölur eftir. Við enduðum síðan daginn á að horfa á hrekkjavökumynd og poppuðum fyrir nemendur.

Þessi vika verður með hefðbundnu sniði en mánudaginn 8.nóvember að þá er baráttudagur gegn einelti og mun dagurinn hjá okkur að mestu snúast um það.

Við munum fjalla um einelti á margskonar hátt og frá mörgum hliðum. Hlökkum við mikið til þeirrar vinnu enda mjög mikilvægt málefni að vinna með.

Núna á næstu dögum mun ég senda á alla foreldra og óska eftir aðila í skólaráð. Þetta verður ekki mikil kvöð á foreldra en reiknað er með að funda einu sinni á önn en oftar ef þörf er á.

Með von um frábæra viku.

kv. Valdimar

Skólastjóri Hlíðarskóla.

Hrekkjavaka í Hlíðarskóla 29.10.2021

Á morgun verður hrekkjavaka hjá okkur í Hlíðarskóla.

Nemendur sem treysta sér til verður boðið að fara í gegnum draugahús sem búið er að útbúa upp í skyldi.

Annað sem verður gert er að horfa á mynd, nemendur fá popp með myndinni og síðan munum við spila Bingo. Vegna hrekkjavökunnar að þá verður ekki sund á morgun heldur fer öll dagskráin fram hér í Hlíðarskóla.

Allir nemendur mega koma í búning á morgun og væri gaman að sjá sem flesta koma í búning.

Hlökkum til að eiga frábæran dag með nemendum okkar á morgun.

Göngudagurinn 24.08.2021

Á morgun verður hin árlegi göngudagur sem endar með grillveislu í Kjarnaskógi.

Það spáir mjög góðu veðri og því væri sniðugt að nemendur myndu taka með sér vatnsbrúsa að heiman til að hafa eitthvað að drekka á leiðinni.

Einnig er mikilvægt er að nemendur komi í þægilegum fötum og góðum gönguskóm.

Kv. Valdimar Heiðar Valsson

Skólastjóri Hlíðarskóla.

Fréttir frá Hlíðarskóla.


Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu þá munu markmiðs og foreldrafundir fara rafrænt fram í gegnum Teams. Í dag voru fyrstu rafrænu markmiðsfundirnir og gengu þeir mjög vel. Foreldrar fá fundarboð frá Maríu fjölskylduráðgjafa með tölvupósti. Til þess að þetta gangi þarf að hlaða niður Teams „appi“ í síma eða í tölvu ?
Búið er að ráða starfsmann í staðinn fyrir Gunnar Smára, en hann heitir Anton Björn Christensen og byrjaði hann í morgun, við bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn.
Eins og komið hefur fram áður er starfsdagur í Hlíðarskóla 21.10. og haustfrí 23.10 -24.10. Nemendur koma aftur í skólann mánudaginn 26.10.
María Hensley

Skólasetning 2020

Skôlasetning skólaársins 2020-2021 verður mánudaginn 24. ágúst í sal Víkurhússins. Hver hópur kemur sér, fyrsti kl. 9, næsti kl. 10, þriðji kl. 11 og fjórði hópurinn kemur kl. 13. Nánari upplýsingar eru í tölvupóstinum sem sendur var í síðustu viku.

1 6 7 8 9 10 12